moodle hjá 1984

Moodle er leiðandi námsumsjónarkerfi byggt á opnum hugbúnaði og notað af fjölbreyttum hópi um allan heim. Yfir 300 milljónir notenda, allt frá skólastofnunum og fyrirtækjum til félagasamtaka, nýta Moodle til að bæta nám og þjálfun. Moodle er í fremstu röð þegar kemur að nýsköpun í staðnámi, fjarnámi, netnámi og starfsmannaþjálfun, og býður upp á mikinn sveigjanleika til að mæta síbreytilegum þörfum notenda.

Vörur

Framsækin verkfæri í netkennslu

Moodle Þemu

Þemu gera stjórnendum kleift að breyta útliti og uppsetningu notendaviðmótsins. Þar á meðal staðsetningu valmynda og efnis. Þessi sveigjanleiki gerir stjórnendum kleift að búa til notendavænt og auðskilið umhverfi.

Moodle Viðbætur

Viðbætur gera stjórnendum kleift að aðalaga viðmót síns kerfis enn frekar eftir þörfum sínum og sinna nemenda.

Innleiðing Söluleiða

Innleiðing söluleiða laðar að nýja kúnna og nemendur. Viðbætur eru sérhannaðar til þess að safna upplýsingum gegnum innfelld form.

Miðlun til Notenda

Viðbætur eins og “MooSocial” gera sjálfvirka birtingu uppfærslna, tilkynninga og viðburða á samfélagsmiðlum mögulega og heldur nemendum og skjólstæðingum upplýstum.

Eiginleikar

Tengjumst notendum

Stjórnendur geta tengst notendum á áhrifaríkan hátt með því að nýta sér verkfæri sem Moodle býður upp á. Með þessu búum við til lifandi og gagnvirkt námsumhverfi.

Eiginleikar

Fáðu allt sem þú þarft með aðeins einni lausn

Moodle er hannað sem heildarlausn fyrir þarfir námsumsjónarkerfa. Með því að bjóða upp á úrval verkfæra og útfærslna tryggir Moodle að þú hafir allt sem þú þarft í einu samþættu kerfi.

Vertu með okkur í liði

Hannað fyrir kennara, stofnanir, fyrirtæki og nemendur

Sérsniðið að þörfum kennara, skóla og nemenda með sveigjanlegt og notendavænt viðmót að leiðarljósi.

Fjöldi þema

Sérhönnun

Framúrskarandi þjónusta

Þjónusta utanaðkomandi fagaðila

Uppfærslur og lagfæringar

Skilgreining notendahlutverka

Vandaðar leiðbeiningar

Innbyggð greiningartól

Vinnum þetta saman

Hafðu samband við okkur ef þú vilt bæta kennsluumhverfið þitt með heildstæðri lausn. Við erum hér til að aðstoða þig að ná þínum markmiðum hvort sem þú þarft á sérsniðinni lausn að halda, aðstoð við samþættingu eða einfaldlega traustan stuðning í ferlinu. Vinnum saman að því að gera þitt námsumhverfi enn betra!